Daníel Tristan Guðjohnsen lagði upp mark í 2-0 sigri Malmö á Öster í sænsku úrvalsdeildinni í dag.
Framherjinn hefur verið að spila reglulega með Malmö á þessu tímabili og staðið sig með sóma.
Hann lagði upp þriðja mark sitt í deildinni á þessu tímabili. Hann fékk boltann fyrir utan teig Öster, lagði hann til hliðar á Otto Rosengren sem skoraði með föstu skoti neðst í vinstra hornið.
Daníel, sem er 19 ára gamall, fór af velli í hálfleik, og þegar stundarfjórðungur var eftir kom Arnór Sigurðsson inn af bekknum.
Malmö er í 4. sæti deildarinnar með 30 stig.
Mikael Neville Anderson lék annan leik sinn með Djurgården er liðið lagði Elfsborg að velli, 1-0.
Íslenski landsliðsmaðurinn lék allan leikinn með Djurgården og þá spilaði Ari Sigurpálsson fyrri hálfleikinn hjá Elfsborg á meðan Júlíus Magnússon var ónotaður varamaður.
Elfsborg er í 5. sæti með 29 stig en Djurgården í 8. sæti með 22 stig.
Otto Rosengren ser till att Malmö FF tar ledningen borta mot Öster! ????
— Sports on HBO Max ???????? (@sportshbomaxse) July 19, 2025
???? Se matchen på HBO Max pic.twitter.com/pCzQK8rVc4
Athugasemdir