Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 14:07
Brynjar Ingi Erluson
Isak ekki í hóp hjá Newcastle
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak er ekki í hópnum hjá Newcastle United sem mætir Celtic í æfingaleik á Celtic-Park í Glasgow í dag.

Framherjinn hefur verið orðaður við Liverpool síðustu vikur og hefur verið greint frá því að Englandsmeistararnir ætli að þreifa aðeins fyrir sér og sjá hvort Newcastle sé opið fyrir viðræðum.

Það vekur athygli að Isak er ekki í hópnum hjá Newcastle gegn Celtic í dag. Sömu sögu er að segja af brasilíska miðjumanninum Joelinton.

Samkvæmt blaðamanninum Keith Downie er ástæðan sú að Newcastle vill fara varlega með Isak og Joelinton, sem eru að koma úr meiðslum og að Eddie Howe, stjóri liðsins, ætli að stýra mínútufjöldanum fyrir æfingaferð liðsins til Singapúr og Suður-Kóreu.

Joelinton ferðaðist með liðinu til Skotlands en Isak var hvergi sjáanlegur, sem vekur upp spurningar varðandi framtíð sænska landsliðsmannsins.

Liverpool hefur ekki gefið upp von á að fá Isak þó Newcastle hafi þegar sagt að hann sé ekki til sölu.
Athugasemdir
banner