Barcelona og Manchester United hafa náð samkomulagi um enska sóknarmanninn Marcus Rashford, en hann mun eyða leiktíðinni á láni hjá Börsungum. Fabrizio Romano er búinn að ópa „Here we go!“ og þá styttist í tilkynningu frá félögunum.
Athletic sagði frá því í dag að Barcelona væri búið að setja sig í samband við Mancheser United vegna Rashford.
Félagið sendi tilboð um að fá Rashford á láni út tímabilið með möguleika á að gera skiptin varanleg fyrir um það bil 35 milljónir evra á meðan lánsdvölinni stendur.
Barcelona mun greiða allan launakostnað fyrir Rashford, sem hefur sjálfur talað opinberlega um þann draum að spila fyrir spænska stórveldið.
Hlutirnir hafa gerst hratt á síðustu tímum en félögin hafa náð samkomulagi og er nú verið að undirbúa læknisskoðun fyrir hinn 27 ára gamla Rashford.
???????????? BREAKING: Marcus Rashford to Barcelona, here we go! ????????????????????????????
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 19, 2025
Verbal agreement in principle between all parties involved with Barça planning for medical tests next days.
Loan deal with buy option, details being finalised today then Man Utd will authorize his travel to Spain. ?? pic.twitter.com/Hp4sZNBCRv
Athugasemdir