Gríntilboð í Ederson - Trafford gæti verið á heimleið - Simons í ensku úrvalsdeildina?
   lau 19. júlí 2025 20:27
Ívan Guðjón Baldursson
Patrick Bamford settur á sölulista
Mynd: EPA
Mynd: Leeds
Framherjinn Patrick Bamford er ekki partur af byrjunarliðsáformum Daniel Farke fyrir næstu leiktíð. Leikmaðurinn er því til sölu í sumar.

Bamford hefur verið hjá Leeds í sjö ár og skorað á þeim tíma 60 mörk í 205 leikjum í öllum keppnum. Hann kom þó aðeins við sögu í 18 leikjum á síðustu leiktíð, án þess að skora.

Bamford var ekki með í markalausu jafntefli hjá Leeds United gegn Manchester United í æfingaleik í dag þar sem Lukas Nmecha og Joël Piroe leiddu sóknarlínuna.

„Ég átti heiðarlegt samtal við Patrick og sagði við hann að ég væri ekki tilbúinn til að reiða mig á hann sem minn aðal sóknarmann í ensku úrvalsdeildinni. Það er mín skoðun að Patrick þarf á spiltíma að halda á þessum tímapunkti ferilsins, hann þarf að sinna mikilvægu hlutverki og ég treysti mér ekki til að gefa honum það," sagði Farke eftir jafnteflið markalausa.

Bamford var lengi vel lykilmaður í liði Leeds en meiðslavandræði settu strik í reikninginn.

„Hann er framherji sem þarf á trausti að halda frá þjálfaranum sínum eftir að hafa verið að byggja aftur upp sjálfstraust í nokkur ár.

„Ég treysti mér ekki til að gefa honum svona mikilvægt hlutverk eftir að hafa þjálfað hann síðustu tvö ár."


Bamford verður 32 ára í september og er aðeins með eitt ár eftir af samningi sínum við Leeds.
Athugasemdir
banner