Þýski miðjumaðurinn Anton Stach er á leið til nýliða Leeds United frá þýska félaginu Hoffenheim.
Stach er 26 ára gamall, stór og stæðilegur varnarsinnaður miðjumaður sem hefur verið með þeim bestu í þýsku deildinni síðustu ár.
Leeds hefur náð samkomulagi við Hoffenheim um kaupverð og þá er leikmaðurinn búinn að semja um kaup og kjör.
Kaupverðið er í kringum 18 milljónir punda og gerir hann fjögurra ára samning við nýliða ensku úrvalsdeildarinnar. Romano segir „Here we go!“ við félagaskiptin og því stutt í undirskrift.
Þetta verður annar miðjumaðurinn sem Leeds fær í glugganum á eftir Sean Longstaff sem kom til félagsins frá Newcastle United í gær.
Athugasemdir