Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 19. ágúst 2013 10:33
Magnús Már Einarsson
Borghildur: Það brugðust allir faglega við
Borghildur Sigurðardóttir (til vinstri).
Borghildur Sigurðardóttir (til vinstri).
Mynd: Breiðablik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Borghildur Sigurðardóttir, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, er ánægð með viðbrögð sjúkraþjálfara og leikmanna eftir óhugnalegt atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn KR á Kópavogsvelli í gær.

,,Það brugðust allir rosalega vel og faglega við. Það var með ólíkindum hvernig sjúkraþjálfarar og leikmenn beggja liða höndluðu málið," sagði Borghildur við Fótbolta.net í dag.

Ákveðið var eftir stutt fundarhöld að fresta leiknum og leika hann síðar.

,,Það voru allir mjög sjokkeraðir og það var það eina rétt að fresta leiknum. Dómarinn brást mjög vel við með því að stoppa leikinn strax og átta sig á að þetta var eitthvað meira en venjulegt samstuð," sagði Borghildur en ekki er búið að ákveða nýjan leikdag.

,,KSÍ fer núna að skoða málin og athuga hvar hægt er að setja þennan leik og ég á von á því að heyra í þeim í dag."

Frítt verður inn þegar liðin mætast aftur en Borghildur vonar að foreldrar hafi rætt við börn sem voru á leiknum í gær og upplýst þau eftir atvikið.

,,Við reyndum að beina því til foreldra að upplýsa börn um gang mála og hlúa að þeim. Það var fullt af börnum sem voru ein á leiknum og ég vona að við höfum náð að koma þeim skilaboðum til allra að það er í lagi með hann þannig að það hafa allir átt að geta sofnað vel í gær."

Sjúkrabílar voru nokkrar mínútur á staðinn í gær en ekki er skylda að vera með sjúkrabíla á leikjum í efstu deild. Borghildur segir að slíkt sé erfitt í framkvæmd.

,,Ég er ekki búinn að skoða það en ég efast um að það séu nógu margir sjúkrabílar á landinu til að hafa þá á öllum völlum þegar eru leikir. Ég held að sú krafa sé óraunhæf út af þeim punkti."

Sjá einnig:
Leikur Breiðabliks og KR flautaður af eftir óhugnalegt atvik
Fréttatilkynning: Líðan Elfars eftir atvikum góð
Óli Kristjáns: Mikilvægt að allir sýni nærgætni í þessu
Mynd: Elfar Árni brosandi á sjúkrahúsinu
Elfar Árni farinn heim af sjúkrahúsi
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner