Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. ágúst 2018 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bandaríkin: Gunnhildur á enn möguleika á úrslitakeppni
Gunnhildur er að standa sig vel í Bandaríkjunum. Hún á 56 landsleiki og níu mörk fyrir Ísland.
Gunnhildur er að standa sig vel í Bandaríkjunum. Hún á 56 landsleiki og níu mörk fyrir Ísland.
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék að sjálfsögðu allan leikinn fyrir Utah Royals þegar liðið gerði jafntefli gegn Sky Blue í New Jersey í gærkvöldi.

Gunnhildur var fengin til Utah fyrir tímabilið og hefur hún verið í mikilvægu hlutverki á sínu fyrsta tímabili. Utah er nýstofnað lið.

Leikurinn í gær byjaði mjög illa fyrir Utah og komst Sky Blue í 2-0. Seinna markið kom í upphafi seinni hálfleiks.

Utah gafst ekki upp og minnkaði muninn á 58. mínútu með sjálfsmarki. Jöfnunarmarkið kom svo úr síðustu spyrnu leiksins. Frábær karakter hjá Utah, en Sky Blue er á botni deildarinnar og því væntanlega Gunnhildur og stöllur svekktar með niðurstöðuna.

Gunnhildur búin að spila flestar mínútur
Gunnhildur er búin að spila flestar mínútur allra leikmanna í deildinni eins og staðan er núna.

Gunnhildur er líka ofarlega í fleiri tölfræðiþáttum, þar á meðal einvígum og sendingum. Mynd af þessu er hér að neðan.

Hvað þýða þessi úrslit?
Utah er með 29 stig í sjötta sæti. Efstu fjögur liðin fara í umspil um meistaratitilinn en Utah á enn möguleika á sæti í úrslitakeppni, þó sá möguleiki sé ekki endilega mjög stór.

Utah á eftir að spila tvo leiki en Gunnhildur er líklega eitthvað með hugann við landsliðsverkefni í byrjun september. Ísland spilar þá við Þýskaland og Tékkland á Laugardalsvelli, en þeir leikir munu skera úr um það hvort Ísland fer á HM eða ekki.



Athugasemdir
banner
banner
banner