Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 19. ágúst 2018 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Emery ánægður með Özil
Mynd: Getty Images
Unai Emery og lærisveinar hans í Arsenal hafa ekki farið vel á stað í ensku úrvalsdeildinni en þeir töpuðu öðrum deildarleiknum á tímabilinu í gær, 3-2 gegn Chelsea.

Í stöðunni 2-2 gerði Emery breytingu á liðinu þegar hann tók Mesut Özil af velli og Aaron Ramsey kom inn á fyrir hann, Emery var spurður af blaðamönnum eftir leik hvort að Özil væri í plönum hans.

„Já við þurfum á honum að halda, hann er leikmaður með mikil gæði, hann þarf að sýna þessi gæði í hverjum leik," sagði Emery.

„Ég er mjög ánægður með frammistöðu hans í dag, ég gerði þessa breytingu vegna þess að Chelsea hélt boltanum mikið og var að setja pressu á okkur, ég taldi að þessi breyting myndi henta vel eins og leikurinn var að þróast, við vorum á þessum tímapunkti að verjast mjög aftarlega."


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner