Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   sun 19. ágúst 2018 15:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: HB með stórsigur í Íslendingaslag
Heimir er með sína menn á toppnum.
Heimir er með sína menn á toppnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HB sigraði TB/FCS/Royn í Íslendingaslag sem fram fór í færeysku úrvalsdeildinni í dag.

Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson voru í byrjunarliði HB en Pape Mamadoy Faye spilaði með gestunum. Heimir Guðjónsson er þjálfari HB.

Svo fór að HB vann 4-0 en Adrian Justinussen skoraði þrennu. Adrian er tvítugur strákur sem hefur verið að raða inn mörkum í Betri-deildinni á tímabilinu.

HB er á toppi deildarinnar með átta stiga forystu þegar liðið á eftir að spila sjö leiki. TB/FCS/Royn er í áttunda sæti deildarinnar, fimm stigum frá fallsæti.

Síðar í þessum mánuði leikur HB til úrslita í bikarnum gegn B36, nágrönnum sínum í Þórshöfn. Leikurinn verður 25. ágúst.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner