Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. ágúst 2018 10:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Frakkland: Mbappe mætti í HM-formi - PSG og Dijon á toppnum
Mynd: Getty Images
Kylian Mbappe var einn besti leikmaður Heimsmeistaramótsins í Rússlandi í sumar, en hann ætlar að halda svipuðum takti í frönsku úrvalsdeildinni.

Mbappe, sem er aðeins 19 ára, kom inn á sem varamaður og hjálpaði PSG að koma til baka gegn Guingamp í gær.

Neymar jafnaði úr vítaspyrnu en svo var komið að Mbappe. Frakkinn ungi jafnaði á 82. mínútu og innislagði síðan sigurinn með öðru marki sínu á 90. mínútu.

PSG er með sex stig, fullt hús eftir tvo leiki en meistararnir eru ekki eina liðið með þann árangur. Reims er með sex stig og þá er Íslendingalið Dijon líka með fullt hús. Rúnar Alex Rúnarsson hélt hreinu í sigri á Nantes í gær. Kolbeinn Sigþórsson spilaði ekki með Nantes en talið er að Nantes vilji selja hann áður en glugginn lokar um mánarmótin.
Athugasemdir
banner
banner
banner