sun 19. ágúst 2018 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard vill banna gervigras
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard stýrði sínum mönnum í Rangers til 3-1 sigurs gegn Kilmarnock í skoska bikarnum í dag.

Kantmaðurinn Jamie Murphy meiddist í leiknum og kennir Gerrard gervigrasvellinum um meiðslin.

„Það er erfitt fyrir mig að segja til um hvort meiðslin séu vellinum að kenna. Við vitum öll að svona plastvellir eru ekki jafn öruggir og alvöru grasvellir," sagði Gerrard, sem er enn ósigraður á stjóraferlinum.

„Ég er ekki hérna til að sýna heimavelli Kilmarnock vanvirðingu en mín persónulega skoðun er sú að gervigrasvellir ættu að vera bannaðir þegar verið er að spila fótbolta á hæsta stigi."

Gerrard er ekki einn um þessa skoðun en Zlatan Ibrahimovic neitaði að spila í 5-0 tapi gegn Seattle Sounders í gær útaf gervigrasinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner