Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 19. ágúst 2018 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Gonalons verður leikmaður Sevilla á morgun
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Maxime Gonalons er mættur til Sevilla þar sem hann mun gangast undir læknisskoðun og skrifa undir lánssamning á morgun.

Gonalons er 29 ára miðjumaður sem Roma fékk á gjafaprís frá Lyon síðasta sumar, eða rétt rúmlega 5 milljónir evra.

Hann náði ekki að festa sig í sessi hjá Roma og var eftirsóttur af úrvalsdeildarfélögum á borð við Everton, Crystal Palace og West Ham.

Sevilla hafði þó betur í kapphlaupinu á endanum og á miðjumaðurinn að fylla í skarð Steven N'Zonzi, sem fór einmitt til Roma á dögunum.

Í lánssamningi Gonalons er kaupréttur en ekki skylda. Sevilla er talið borga eina milljón evra fyrir lánið og þarf að greiða sjö milljónir í viðbót til að festa kaup á honum.




Athugasemdir
banner
banner
banner
banner