Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 19. ágúst 2018 14:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert og Elías Már þreyttu frumraun sína
Albert er kominn til AZ Alkmaar frá PSV.
Albert er kominn til AZ Alkmaar frá PSV.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson þreytti frumraun sína með AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Albert kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 25 mínúturnar í 4-1 sigri gegn Emmen á útivelli.

AZ skellti sér upp fyrir PSV, fyrrum félag Alberts, á topp deildarinnar með sigrinum.

Albert gekk í raðir AZ í síðustu viku, en AZ endaði í þriðja sæti hollensku deildarinnar á síðustu leiktíð. Liðið hefur tvisvar orðið Hollandsmeistari, síðast árið 2009.

Elías Már spilaði líka sinn fyrsta leik
Elías Már Ómarsson er genginn í raðir Excelsior í Hollandi frá IFK Göteborg í Svíþjóð.Elías Már var í byrjunarliði Excelsior gegn Feyenoord í dag, hann lék sinn fyrsta leik.

Mikael Anderson, sem á einn A-landsleik fyrir Ísland, lék 86 mínútur fyrir Excelsior, en hann er í láni frá Midtjylland í Danmörku. Elías spilaði 76 mínútur.

Leikurinn fór ekki að óskum fyrir íslensku leikmennina því Excelsior tapaði 3-0. Robin van Persie, fyrrum leikmaður Manchester United og Arsenal, var á meðal markaskorara fyrir Feyenoord.
Athugasemdir
banner
banner