Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 09:30
Elvar Geir Magnússon
Neves vekur áhuga Man City
Powerade
Ruben Neves.
Ruben Neves.
Mynd: Getty Images
Kínverjar horfa til Benítez.
Kínverjar horfa til Benítez.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan sunnudag. Hér er slúðurpakki dagsins en BBC tók saman. Neves, Pogba, Drinkwater, Weigl, Robertson, Tierney og fleiri koma við sögu.

Vandamál vegna öryggisráðstafana á nýjum leikvangi Tottenham gera það að verkum að liðið gæti þurft að bíða til 2019 eftir fyrsta leik sínum á vellinum. (Mirror)

Manchester City gæti mögulega gert 60 milljóna punda janúartilboð í portúgalska miðjumanninn Ruben Neves (21) hjá Wolves. (Sun on Sunday)

Barcelona hefur sætt sig við að Manchester United muni ekki selja Paul Pogba (25) fyrir lok spænska gluggans um mánaðamótin. Börsungar munu reyna aftur við Pogba næsta sumar. (Sunday Express)

David Moyes, fyrrum stjóri Everton, Manchester United, Sunderland og West Ham, er talinn líklegastur til að verða næsti landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. (Sunday Times)

Manchester City hefur fengið þau skilaboð að félagið þurfi að borga 68 milljónir punda ef það ætlar að fá þýska miðjumanninn Julian Weigl (22) frá Borussia Dortmund. Paris St-Germain hefur einnig áhuga. (France Football)

Chelsea er tilbúið að hlusta á tilboð í enska miðjumanninn Danny Drinkwater (28) sem byrjaði aðeins fimm úrvalsdeildarleiki á síðasta tímabili eftir að hafa verið keyptur frá Leicester á 35 milljónir punda. (Mail on Sunday)

Kínverska félagið Tianjin Quanjian hefur áhuga á að fá Rafael Benítez, stjóra Newcastle, til starfa. (Sunday Mirror)

Benítez segir að enski miðjumaðurinn Isaac Hayden (23) og írski varnarmaðurinn Ciaran Clark (28) verði ekki lánaðir. (Chronicle)

Tottenham íhugar að gera 10 milljóna punda tilboð í skoska varnarmanninn Kieran Tierney (21) hjá Celtic í janúarglugganum. (Sunday Express)

Aston Villa vill fá enska sóknarmanninn Tammy Abraham (20) lánaðan frá Chelsea. (Birmingham Mail)

Liverpool ætlar að gefa skoska varnarmanninum Andrew Robertson (24) umtalsverða launahækkun eftir flott fyrsta tímabil á Anfield. (Sunday Mirror)

Ástralski miðjumaðurinn Daniel Arzani (19) segist vonast til þess að lánsdvöl sín hjá Celtic muni hjálpa honum að brjóta sér leið inn í lið Manchester City. (Manchester Evening News)
Athugasemdir
banner
banner
banner