Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 19. ágúst 2018 21:23
Ívan Guðjón Baldursson
Ragnar: Getum spilað fótbolta ef menn hafa punginn í það
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Ragnar Bragi Sveinsson átti góðan leik er Fylkir gerði 1-1 jafntefli við FH í Pepsi-deild karla fyrr í kvöld.

FH komst yfir í fyrri hálfleik og lagði Ragnar Bragi jöfnunarmarkið upp snemma í síðari hálfleik. Hann slapp þá gegnum rangstöðugildru FH og renndi boltanum á Valdimar Þór Ingimundarson sem kláraði í opið markið.

„Þetta voru tveir ólíkir hálfleikar. Við vorum mjög passívir og bárum alltof mikla virðingu fyrir þeim í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik stigum við upp og þorðum að spila boltanum. Þá sýndum við það að við getum alveg spilað fótbolta bara ef menn hafa punginn í það, eins og við töluðum um í hálfleik," sagði Ragnar.

Fylkir er í þriggja liða fallbaráttu og man Ragnar vel eftir sumrinu 2016 þegar Fylkir féll með 19 stig úr 22 leikjum. Hann telur það eiga eftir að hjálpa liðinu á lokasprettinum.

„Maður þekkir þennan slag betur og við höfum brennt okkur á honum áður þannig við erum 110% klárir í þennan slag."

Það eru fimm umferðir eftir og á Fylkir næst heimaleik við Grindavík og svo útileik við Keflavík. Þar á eftir koma gríðarlega erfiðir leikir við Breiðablik og KR. Síðasti leikur tímabilsins er gegn Fjölni og gæti orðið úrslitaleikur um öruggt sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner