Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 19. ágúst 2018 19:19
Ívan Guðjón Baldursson
Redknapp, Souness og Neville hraunuðu yfir Bailly
Mynd: Getty Images
Jamie Redknapp, Graeme Souness og Gary Neville hraunuðu yfir frammistöðu Manchester United gegn Brighton í sjónvarpsveri Sky Sports eftir leik liðanna fyrr í dag.

Rauðu djöflarnir töpuðu leiknum óvænt 3-2 eftir að hafa verið 3-1 undir í hálfleik.

Miðvarðaparið, skipað af Eric Bailly og Victor Lindelöf, var gagnrýnt harkalega fyrir skelfilega frammistöðu í leiknum. Þeir virtust ekkert ráða við Glenn Murray, sóknarmann Brighton sem verður 35 ára í september.

„Það er eins og Bailly viti ekki hvar hann er, það er eins og hann hafi misst hausinn. Murray er bara miklu betri en hann í dag, Bailly veit ekki hvort hann sé í New York eða hvort það sé að koma nýtt ár," sagði Souness og tók Redknapp undir.

„Bailly og Lindelöf litu út eins og miðvarðapar hjá unglingaliði í dag."

Neville var sammála kollegum sínum og líkti Bailly við skólastrák í pokahlaupi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner