Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 09:00
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Sarri: Spiluðum mjög vel í 75 mínútur
Mynd: Getty Images
Maurizio Sarri stýrði Chelsea til sigurs í gær þegar Arsenal kom í heimsókn á Stamford Bridge.

Niðurstaðan var 3-2 sigur Chelsea sem komst í 2-0 í fyrri hálfleik en Arsenal tókst að jafna fyrir lok fyrri hálfleiks, Marcos Alonso skoraði svo sigurmark Chelsea undir lok leiksins.

„Mjög mikilvægur sigur, það er alltaf erfitt að ná í stig í upphafi tímabils. Þetta eru mikilvæg þrjú stig, við spiluðum mjög vel í 75 mínútur en það kom mjög slæmur 15 mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks," sagði Sarri.

„Þetta var mjög, mjög erfitt þegar við lentum í vandræðunum í fyrri hálfleik, en þegar upp er staðið þá var þetta mjög góð frammistaða hjá leikmönnunum mínum það var ekki auðvelt að spila við Arsenal í stöðunni 2-2."

Sarri hefur stýrt Chelsea til sigurs í fyrstu tveimur deildarleikjunum en síðustu helgi sigruðu lærisveinar hans Huddersfield, 0-3.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner