Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 19. ágúst 2018 18:19
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Andri Rúnar skoraði - AIK með fimm stiga forystu
Mynd: CharityShirts
Kristján Flóki Finnbogason og Andri Rúnar Bjarnason mættu til leiks í sænska boltanum í dag.

Kristján Flóki lék allan leikinn er Brommapojkarna tapaði 2-0 fyrir AIK í efstu deild.

Haukur Heiðar Hauksson sat allan leikinn á bekk AIK sem er á toppi deildarinnar með fimm stiga forystu á Hammarby. Kristján Flóki og félagar eru í fallbaráttu, með 16 stig eftir 18 umferðir.

Andir Rúnar lék fyrstu 73 mínúturnar í 2-0 sigri Helsingborg gegn Landskrona í næstefstu deild.

Andri skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleik og er Helsingborg á toppi deildarinnar með þriggja stiga forystu. Andri og félagar stefna beinustu leið upp í efstu deild.

Andri er þriðji markahæsti maður deildarinnar, með 9 mörk skoruð og 6 stoðsendingar. Sargon Abraham er efstur með 11 mörk og 3 stoðsendingar.

Brommapojkarna 0 - 2 AIK
0-1 Henok Goitom ('45)
0-2 Henok Goitom ('56)

Helsingborg 2 - 0 Landskrona
1-0 Andri Rúnar Bjarnason ('24)
2-0 R. Jonsson ('59)
Athugasemdir
banner
banner