Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 19. ágúst 2018 18:43
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Augsburg rétt marði D-deildarlið
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason var ekki í leikmannahópi Augsburg er liðið heimsótti D-deildarlið Steinbach Haiger í þýska bikarnum í dag.

Augsburg lenti óvænt í miklu basli gegn Steinbach sem voru betri aðilinn í leiknum og óheppnir að tapa. Þeir verðskulduðu stig í það minnsta.

Marco Richter kom Augsburg yfir í fyrri hálfleik og jafnaði Nico Herzig fyrir heimamenn, skömmu áður en Andre Hahn gerði sigurmarkið. Gestirnir áttu aðeins tvö skot á rammann á móti fimm skotum heimamanna.

Það var ekki margt sem kom á óvart í bikarnum fyrir utan það að Bochum er úr leik eftir tap gegn SC Weiche, sem leikur í D-deildinni.

Borussia Mönchengladbach, Hannover og Köln unnu stærstu sigra fyrstu umferðarinnar og þá komst RB Leipzig einnig áfram.

Steinbach Haiger 1 - 2 Augsburg

Viktoria Köln 1 - 3 RB Leipzig

Hastedt 1 - 11 Borussia M'Gladbach

Karlsruher 0 - 6 Hannover

BFC Dynamo 1 - 9 Köln

SC Weiche 1 - 0 Bochum

1860 München 1 - 3 Holstein Kiel

Jena 2 - 4 Union Berlin

Stendal 0 - 5 Arminia Bielefeld

TuS RW Koblenz 0 - 5 Dusseldorf

Chemie Leipzig 2 - 1 Regensburg

Jeddeloh 2 - 5 Heidenheim

Athugasemdir
banner
banner
banner