Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 19. ágúst 2018 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Lið Rúriks áfram en bikarmeistarnir féllu úr leik
Eintracht Frankfurt varð bikarmeistari í fyrra.
Eintracht Frankfurt varð bikarmeistari í fyrra.
Mynd: Getty Images
Það var leikið í þýska bikarnum í gær. Sandhausen, lið Rúriks Gíslasonar, fór léttilega áfram gegn Rot-Weiß Oberhausen sem leikur í fjórðu efstu deild.

Rúrik var hvíldur í þessum leik en Sandhausen vann leikinn 6-0 og er því komið áfram í næstu umferð.

Sandhausen hefur ekki byrjað vel í þýsku B-deildinni en liðið er án stiga eftir fyrstu tvo leikina.

Bikarmeistararnir úr leik
Úrvalsdeildarliðin eru líka byrjuð að spila í Þýskalandi. Bayern München sigraði Drochtersen/Assel úr 4. deild 1-0. Robert Lewandowski skoraði sigurmarkið á 81. mínútu.

Óvæntustu úrslit gærdagsins voru þau að bikarmeistarar Eintracht Frankfurt féllu úr leik gegn Ulm úr 4. deildinni. Frankfurt fór alla leið í bikarnum á síðustu leiktíð, undir stjórn Niko Kovac, en þurfti að sætta sig við tap í þessum leik og fer ekki lengra á þessu tímabili. Hrikalega svekkjandi fyrir stuðningsmenn liðsins. Lokatölur voru 2-1 en Frankfurt minnkaði muninn í uppbótartíma.

Það var líka óvænt að Hansa Rostock úr 3. deild skyldi vinna úrvalsdeildarlið Stuttgart, 2-0, en óvæntustu úrslit gærdagsins voru klárlega úrslitin í leik Ulm og Frankfurt.

Þýski bikarinn heldur áfram í dag og mætir til að mynda lið Alfreðs Finnbogasonar, Augsburg til leiks. Augsburg sækir TSV Steinbach úr 4. deild heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner