Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 19. ágúst 2018 21:55
Ívan Guðjón Baldursson
Zlatan neitaði að spila gegn Seattle útaf gervigrasinu
Mynd: Getty Images
LA Galaxy var án fjögurra lykilmanna í 5-0 tapi gegn Seattle Sounders í vesturhluta bandarísku MLS deildarinnar í gær.

Bræðurnir Jonathan og Giovani dos Santos voru frá vegna meiðsla sem og Romain Alessandrini, en Zlatan Ibrahimovic neitaði að spila leikinn.

Heimavöllur Seattle er á gervigrasi og þorir Zlatan ekki að spila á honum vegna langvarandi hnémeiðsla sinna. Sænska goðsögnin hefur aðeins einu sinni keppt á gervigrasi, þá spilaði hann tæpar 20 mínútur gegn Portland fyrr í sumar.

„Mér finnst synd að það sé spilað á gervigrasvöllum. Ég spilaði á slíkum velli í 10 mínútur gegn Portland og það var versti völlur sem ég hef nokkurn tímann spilað á. Það segir allt sem segja þarf," sagði Zlatan.

Zlatan er markahæstur í vesturhluta MLS deildarinnar með 15 mörk og 5 stoðsendingar. Joseph Martinez er markahæstur í austurhlutanum með 27 mörk, 12 mörkum meira en næstu menn.

Sigi Schmid, þjálfari LA Galaxy, segir að Zlatan sé líklegur til að spila á gervigrasi ef þess þarf í umspilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner