Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 19. ágúst 2019 19:56
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi Max-deildin: KR aftur á sigurbraut - Kristján Flóki tryggði stigin þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 0 Víkingur R.
1-0 Kristján Flóki Finnbogason ('41 )

KR styrkti stöðu sína á toppi Pepsi Max-deildarinnar í kvöld þegar liðið lagði Víking R. á Meistaravöllum. Kristján Flóki skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Leikurinn fór rólega af stað og það sást að mikilvæg stig voru í boði. KR var meira með boltann en eftir tæplega tuttugu mínútna leik setti Óskar Örn boltann í slánna eftir að hafa farið framhjár varnarmanni Víkinga.

Eftir rúmlega hálftíma leik skoraði Finnur Tómas en flaggið fór á loft og markið dæmt af KR.

Það var síðan á 41. mínútu sem að Kristján Flóki Finnbogason kom KR yfir eftir gjörsamlega magnaða sendingu frá Kristni Jónssyni inn fyrir vörn Víkings. Staðan 1-0 í leikhléi.



Arnar Gunnlaugsson gerði tvær breytingar í hálfleik. Logi Tómasson og Atli Hrafn Andrason komu inn fyrir Kwame Quee og Halldór Smára Sigurðsson.

Víkingur R. náði ekki að ógna marki KR af alvöru í síðari hálfleik þrátt fyrir að spilamennska KR hafi ekki verið neitt sérstaklega frábær.

Tobias Thomsen fékk frábært tækifæri til þess að gera út um leikinn í uppbótartíma en varnarmaður gestanna komst fyrir skotið.

Einar Ingi flautaði af og enn einn sigur KR staðreynd og liðið er sem stendur með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar. Víkingur R. er í tíunda sæti, aðeins stigi frá fallsæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner