Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 20:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnór Sigurðsson sá yngsti sem spilar í Meistaradeildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn mjög svo efnilegi Arnór Sigurðsson var að koma inn á sem varamaður fyrir CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen frá Tékklandi í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Þetta er fyrsta leikur þessa 19 ára Skagamanns á stærsta sviðinu, í Meistaradeildinni en með því að taka þátt í leiknum er hann yngsti íslenski leikmaðurinn til að taka þátt í Meistaradeild Evrópu karla.

Arnór bætir met Kolbeins Sigþórssonar frá 2011. Kolbeinn spilaði þá með Ajax, 21 árs gamall.

Arnór er nýkominn til CSKA en hann kom þangað frá Norrköping í Svíþjóð. Kaupverðið var talið vera 4 milljónir evra og er hann dýrasti leikmaður sem Norrköping hefur selt.

Arnór er aðeins tólfti íslenski leikmaðurinn sem tekur þátt í Meistaradeildinni. Hörður Björgvin Magnússon á möguleika á því að verða sá þrettándi í röðinni en Hörður er einnig á mála hjá CSKA. Hörður er meiddur og er því ekki með í kvöld.

Staðan þegar þessi frétt er skrifuð er 2-1 fyrir Viktoria Plzen. Nær Arnór að hjálpa CSKA að fá eitthvað úr leiknum.



Athugasemdir
banner
banner
banner