Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 15:00
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn: Við þurfum 4-5 leikmenn
Zeiko Lewis kom til HK á láni frá FH í júlí.  Óvíst er með framhaldið hjá honum.
Zeiko Lewis kom til HK á láni frá FH í júlí. Óvíst er með framhaldið hjá honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Pétursson var á láni frá Stjörnunni áður en hann fór út til Bandaríkjanna í nám.
Kári Pétursson var á láni frá Stjörnunni áður en hann fór út til Bandaríkjanna í nám.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, segir ljóst að félagið muni sækja nokkra nýja leikmenn fyrir átökin í Pepsi-deildinni næsta sumar. HK gulltryggði sætið í Pepsi-deildinni um síðustu helgi með 3-0 sigri á ÍR.

„Við þurfum 4-5 leikmenn. Strákar sem voru á láni eru að fara aftur til þeirra félaga sem þeir eru samningsbundnir en það er auðvitað möguleiki á að 1-2 af þeim verði áfram hjá okkur," sagði Brynjar Björn í hlaðvarpsþættinum Miðjunni á Fótbolta.net í dag.

„Ef enginn af þeim kemur aftur þá eru þetta nokkuð margir leikmenn. Lykilatriðið verður að finna réttu karakterana sem eru tilbúnir að leggja mikið á sig til að ná árangri."

Óvíst með lánsmennina
Aron Elí Sævarsson kom á láni frá Val í vetur og Kári Pétursson kom á láni frá Stjörnunni í vor. Kári spilaði með HK fyrri hluta sumars áður en hann meiddist og fór síðan út til Bandaríkjanna í nám. Í júlí kom Sigurpáll Melberg Pálsson á láni frá Fjölni og Zeiko Lewis á láni frá FH. Óljóst er hvort þessir leikmenn spili áfram með HK.

„Það er algjörlega óvíst á þessum tímapunkti. Kári er að renna út af samningi hjá Stjörnunni en ég held að aðrir séu samningsbundnir. Ég sá einhversstaðar að Zeiko sé að renna út af samning en ég held að hann sé samningsbundinn á næsta ári. Við sjáum hvar þeir standa og hvað þeir vilja gera líka," sagði Brynjar.

Útilokar ekki að leita erlendis
HK hefur lítið leitað erlendis af liðsstyrk undanfarin ár. Gæti orðið breyting þar á fyrir Pepsi-deildina?

„Það er ekki útilokað. Það fer eftir því hvaða leikmenn við fáum og hvernig þeir passa inn í planið okkar. Út af kostnaði þá sé ég ekki fyrir mér að við fáum marga erlenda leikmenn," sagði Brynjar.

HK mætir Haukum í lokaumferð Inkasso-deildarinnar á laugardag og getur með sigri þar tryggt sér sigur í deildinni.

Sjá einnig:
Miðjan - Brynjar Björn og Leifur ræða um árangur HK
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner