Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 17:57
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Dalot, Rashford og Martial
Dalot leikur sinn fyrsta leik fyrir Manchester United.
Dalot leikur sinn fyrsta leik fyrir Manchester United.
Mynd: Getty Images
Renato Sanches byrjar hjá Bayern.
Renato Sanches byrjar hjá Bayern.
Mynd: Getty Images
Arnór byrjar á bekknum hjá CSKA Moskvu.
Arnór byrjar á bekknum hjá CSKA Moskvu.
Mynd: CSKA Moskva
Það eru sex leikir að hefjast í Meistaradeildinni klukkan 19:00 en tveir leikir byrjuðu klukkan 16:55. Sjónvarpsleikurinn klukkan 19:00 er viðureign Young Boys og Manchester United í Sviss.

Jose Mourinho gerir nokkrar breytingar á byrjunarliði sínu sem sigraði Watford í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Diogo Dalot leikur sinn fyrsta leik fyrir aðallið Man Utd, hann kom frá Porto í sumar og er efnilegur, aðeins 19 ára.

Luke Shaw kemur aftur inn í byrjunarliðið ásamt miðjumanninum Fred. Marcus Rashford og Anthony Martial byrja líka þennan leik.

Hér að neðan má sjá byrjunarlið Man Utd og Young Boys, ásamt byrjunarliðum hjá stærstu liðunum sem eru í eldlínunni.

Hjá Manchester City er Sergio Aguero á bekknum og Benjamin Mendy ekki í hóp. Mendy er tæpur og það er ekki tekin nein áhætta með hann í kvöld.

Paulo Dybala og Douglas Costa eru á bekknum hjá Juventus gegn Valencia og Renato Sanches byrjar hjá Bayern gegn Benfica.

Arnór Sigurðsson byrjar á varamannabekknum hjá CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen. Arnór getur í kvöld orðið yngsti Íslend­ing­ur­inn sem spilað hef­ur í Meist­ara­deild Evr­ópu í karla­flokki. Arnór, sem er nýkominn til CSKA frá Norrköping í Svíþjópð, er 19 ára og gæti bætt met Kolbeins Sigþórssonar frá 2011.

Byrjunarlið Young Boys: Von Ballmoos, Mbabu, Benito, Von Bergen, Benito, Fassnacht, Sanogo, Sow, Sulejmani, Assalé, Hoarau.

Byrjunarlið Man Utd: De Gea, Dalot, Smalling, Lindelöf, Shaw, Pogba, Matic, Fred, Rashford, Lukaku, Martial.

Varamenn:Romero, Bailly, Young, Fellaini, Pereira, Mata, Sanchez.

Byrjunarlið Roma: Olsen, Florenzi, Manolas, Fazio, Kolarov, Zaniolo, Nzonzi, de Rossi, Cengiz Ünder, El Shaarawy, Dzeko.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Varane, Ramos, Marcelo, Casemiro, Kroos, Modric, Isco, Bale, Benzema.

Byrjunarlið Bayern gegn Benfica: Neuer, Kimmich, Boateng, Hummels, Alaba, Martinez, Renato Sanches, Robben, James, Ribery, Lewandowski.

Byrjunarlið Man City gegn Lyon: Ederson, Walker, Stones, Laporte, Delph, Fernandinho, Gundogan, David Silva, Bernardo Silva, Sterling, Jesus.

Byrjunarlið Juventus gegn Valencia: Szczesny, Cancelo, Bonucci, Chiellini, Alex Sandro, Khedira, Pjanic, Matuidi, Bernardeschi, Mandzukic, Ronaldo.

Leikir dagsins

E-riðill
16:55 Ajax - AEK Aþena (Stöð 2 Sport)
19:00 Benfica - Bayern München

F-riðill
16:55 Shakhtar Donetsk - Hoffenheim
19:00 Manchester City - Lyon (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
19:00 Real Madrid - Roma (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Viktoria Plzen - CSKA Moskva

H-riðill
19:00 Young Boys - Manchester United (Stöð 2 Sport)
19:00 Valencia - Juventus (Stöð 2 Sport 6)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner