Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 07:00
Arnar Helgi Magnússon
Caitlyn Clem framlengir við Selfoss
Caitlyn Clem og Einar Karl, meðlimur í stjórn handsama hér samninginn
Caitlyn Clem og Einar Karl, meðlimur í stjórn handsama hér samninginn
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Caitlyn Clem sem hefur staðið í marki Selfyssinga í Pepsi deildinni í sumar hefur nú framlengt samning sinn við Selfoss til tveggja ára en þetta kemur fram á Sunnlenska.is.

Caitlyn hefur verið einn allra besti leikmaður Selfoss í sumar og eru þetta góðar fréttir fyrir kvennaknattspyrnuna á Selfossi.

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Selfyssinga er hæstánægður með tíðindin.

„Við erum mjög ánægð með að Clem hafi framlengt samning sinn. Hún hefur staðið sig vel bæði innan vallar og utan og unnið sín störf af fagmennsku.“

„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda henni, til þess að byggja ofan á þann góða grunn sem við lögðum í sumar. Hún hefur einnig aðstoðað við þjálfun í yngri flokkum og gefið mikið af sér þar enda er hún góð fyrirmynd og mikill íþróttamaður,“

Caitlyn er með magnaða tölfræði hvað varðar varin skot í leikjum í sumar en að meðaltali hefur hún varið 4,1 skot í leik. Caitlyn er spennt fyrir komandi tímum á Íslandi,

„Ég hef öðlast góða reynslu hér á Íslandi í sumar og mér líður eins og heima hér á Selfossi. Að vera hér hefur ekki aðeins hjálpað mér að vaxa sem leikmaður heldur líka sem einstaklingur. Ég hlakka mikið til næsta tímabils. Það hefur verið stígandi í leik okkar í sumar og það verður spennandi að halda því áfram á næsta ári"

Ein umferð er eftir í Pepsi deildinni en Selfyssingar taka á móti nágrönnum sínum í ÍBV á laugardaginn kemur.


Athugasemdir
banner
banner
banner