Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cavani: Væri til í að sjá ensku liðin í frönsku úrvalsdeildinni
Cavani og Neymar áttu ekki góðan leik í gær.
Cavani og Neymar áttu ekki góðan leik í gær.
Mynd: Getty Images
Eftir 3-2 tap Paris Saint-Germain gegn Liverpool í gær lét Edinson Cavani, sóknarmaður PSG, athyglisverð ummæli falla.

Liverpool var sterkari aðilinn í leiknum og komst í 2-0 en PSG jafnaði í 2-2. Roberto Firmino gerði sigurmarkið Liverpool í uppbótartíma. Þrátt fyrir dramatíkina var gæðamunurinn á liðunum í þessum leik frekar mikill. PSG sýndi ekki mikið og var Liverpool með stjórnina mestallan tímann.

PSG er langsterkasta liðið í Frakklandi en liðinu hefur ekki gengið neitt sérstaklega vel í Evrópukeppnum síðustu ár. Spurningar vöknuðu eftir leikinn í gær hvort franska úrvalsdeildin sé einfaldlega svona slök.

„Bestu lið Evrópu spila í Meistaradeildinni og þegar þú mætir þeim þá vinnurðu stundum og tapar stundum," sagði Cavani við blaðamenn eftir leikinn í gær.

„Ég væri til í að sjá liðinu úr ensku úrvalsdeildinni í frönsku úrvalsdeildinni, til að sjá hversu góð þau eru í raun og veru."

„Ég myndi ekki vera að gera lítið úr frönsku deildinni þar sem Frakkland er ríkjandi heimsmeistari og í franska landsliðinu eru margir leikmenn úr frönsku úrvalsdeildinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner