mið 19. september 2018 21:00
Arnar Helgi Magnússon
Championship: Jón Daði ljósið í myrkrinu - Skoraði í tapi
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Fjórir leikir voru spilaðir í Championship deildinni í kvöld. Jón Daði Böðvarsson var á skotskónum þegar hann skoraði gegn Norwich í kvöld. Norwich komust yfir snemma í leiknum en Jón Daði jafnaði metin á 72. mínútu leiksins.

Sú gleði stóð stutt yfir en Norwich komst yfir mínútu síðar. Það hefur hvorki gengið né rekið hjá Reading það sem af er leiktíð en liðið situr í fallsæti með fimm stig. Jón Daði ljósið í myrkrinu sem hefur verið iðinn við markaskorun það sem af er.

Middlesbrough vann góðan heimasigur á Bolton og tylltu sér í 2. sæti deildarinnar. Nottingham Forest vann dramatískan sigur á Sheffield Wednesday en sigurmarkið kom undir blálokin. Steven Fletcher með það mark.

QPR náði aðeins að hífa sig upp töfluna með 2-0 sigri á Millwall en það lítur allt út fyrir það að Millwall verði í fallbaráttunni þetta tímabilið.

Sheffield United og Birmingham gerðu síðan markalaust jafntefli.

Middlesbrough 2 - 0 Bolton
1-0 George Saville ('34 )
2-0 Britt Assombalonga ('90 )

Nott. Forest 2 - 1 Sheffield Wed
1-0 Lewis Grabban ('41 )
2-0 Joao Carvalho ('63 )
2-1 Steven Fletcher ('88 )

QPR 2 - 0 Millwall
1-0 Massimo Luongo ('30 )
2-0 Eberechi Eze ('33 )

Sheffield Utd 0 - 0 Birmingham

Reading 1 - 2 Norwich
0-1 Teemu Pukki ('14 )
1-1 Bodvarsson ('72 )
1-2 Mario Vrancic ('73 )
Athugasemdir
banner
banner
banner