Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 12:00
Magnús Már Einarsson
Helmingur leikja í Pepsi-deildinni næsta sumar á gervigrasi?
Gervigras verður á Kópavogsvelli næsta sumar.
Gervigras verður á Kópavogsvelli næsta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er á leið á gervigras.
Víkingur er á leið á gervigras.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Möguleiki er á að 66 af 132 leikjum í Pepsi-deild karla á næsta ári fari fram á gervigrasi en Vísir vekur athygli á þessu í dag. HK, sem spilar heimaleiki sína í Kórnum, er á leiðinni upp í Pepsi-deildina.

Breiðablik og Víkingur R. verða bæði á gervigrasvöllum frá og með næsta sumar.

Ef Fjölnir fellur úr Pepsi-deildinni með Keflavík er ljóst að helmingur liða í Pepsi-deildinni næsta sumar verður með gervigras á heimavelli sínum.

KA vill í framtíðinni færa heimavöll sinn af Akureyrarvelli og á gervigras á félagssvæði sínu. Þá er ÍA að skoða möguleika á að setja gervigras á Norðurálsvöllinn.

„„Það er í umræðunni að Norðurálsvöllurinn þróist yfir í að verða gervigrasvöllur. Það hefur ekkert formlegt komið frá félaginu til Akraneskaupstaðar en samtöl hafa átt sér stða. Þetta er umræða sem hefur verið á alvarlegum nótum,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi við Vísi en hann situr einnig í stjórn knattspyrnufélagsins ÍA.

Staðan í Pepsi-deildinni:
Valur (Gervigras)
Stjarnan (Gervigras)
Breiðablik (Gervigras á næsta ári)
KR (Gras)
FH (Gras)
Grindavík (Gras)
KA (Gras)
ÍBV (Gras)
Fylkir (Gervigras)
Víkingur (Gervigras á næsta ári)
Fjölnir (Gras)
Keflavík (Gras)

Koma upp:
ÍA (Gras)
HK (Gervigras á næsta ári)
Athugasemdir
banner
banner
banner