Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 17:03
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Vísir.is 
Huginn sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan
Huginsmenn sögðu Seyðisfjarðarvöll ónothæfan en mættu svo á hann þegar leikurinn átti að hefjast.
Huginsmenn sögðu Seyðisfjarðarvöll ónothæfan en mættu svo á hann þegar leikurinn átti að hefjast.
Mynd: Fótbolti.net - Hanna Símonar
Búið var að færa leikinn á Fellavöll og þangað mættu Völsungar.
Búið var að færa leikinn á Fellavöll og þangað mættu Völsungar.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Eins og greindum frá fyrir skömmu eru leikmenn Hugins mættir á Seyðisfjarðarvöll en leikmenn Völsungs á Fellavöll. Um er að ræða endurtekinn leik, sem átti að hefjast 16:30 í dag, en sú ákvörðun að spila hann aftur hefur valdið miklu fjaðrafoki síðustu daga.

Áfrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna í ágúst. Ástæðan eru stór mistök dómara í leiknum. Þetta er mjög umdeilt mál.

Huginsmenn lýstu yfir óánægju sinni með dóminn þegar hann var kveðinn upp.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

Í dómsuppkvaðningu kemur fram að leikurinn eigi að fara fram á Seyðisfjarðarvelli en hann var fyrr í dag færður á Egilsstaði, á Fellavöll. Þangað mætti lið Völsungs rétt upp úr klukkan 15 en Huginsmenn mættu ekki. Leikmenn Hugins eru mættir á Seyðisfjarðarvöll eins og segir til um í dómi KSÍ.

Vísir.is náði tali af Örnu Magnúsdóttur, varaformanni knattspyrnudeildar Hugins.

„Huginn er mættur í búning inn á velli. Áfrýjunardómstóll KSÍ úrskurðaði að leikinn skildi endurtaka á Seyðisfjarðarvelli og þar erum við," sagði Arna við Vísi.

Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, útskýrði við Vísi af hverju leikurinn hefði verið færður á Fellavöll. Það var nefnilega þannig að Huginn hafði samband við KSÍ í hádeginu og sagði Seyðisfjarðarvöll óleikhæfan. Því var leikurinn færður á Egilsstaði.

Þegar Arna var svo spurð út í þetta vildi hún engu svara og þakkaði fyrir sig. Þetta er haft eftir Vísi.

Ef marka er reglur KSÍ verður Völsungi væntanlega dæmdur 3-0 sigur og Huginn mun fá sekt.

Fótbolti.net hefur reynt að ná tali af Sveini Ágústi Þórssyni, formanni Hugins, og Brynjari Skúlasyni, þjálfari liðsins, síðustu mínúturnar. Án árangurs.

Sjá einnig:
Völsungur fær annan leik við Hugin eftir klúður dómara
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner