Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísland í dag - Endurtekni leikurinn í 2. deild
Völsungur spilar við Hugin í endurteknum leik.
Völsungur spilar við Hugin í endurteknum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Stjarnan varð bikarmeistari á laugardag.
Stjarnan varð bikarmeistari á laugardag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru tveir leikir í Pepsi-deildinni í kvöld, tveir síðustu leikirnir í 20. umferð deildarinnar.

Stjarnan þarf að sigra KA til að halda í við Val á toppi deildarinnar, til þess að eiga möguleika á því að vinna tvöfalt á þessu tímabili eftir að hafa orðið bikarmeistari á laugardag.

Leikur Stjörnunnar og KA hefst 18:00 en klukkan 19:15 spilar Fylkir við Breiðablik. Sá leikur hefur líka mikla þýðingu en Fylkismenn eru í mikilli fallbaráttu. Breiðablik á enn tæknilega séð möguleika á titlinum en sá möguleiki er mjög lítill.

Það er einnig leikur í 2. deild í dag, mjög umdeildur leikur. Huginn og Völsungur spila klukkan 16:30.

Þetta er endurtekinn leikur áfrýjunardómstóll KSÍ ógildi viðureign liðanna í ágúst. Ástæðan eru stór mistök dómara í leiknum.

Það að leikurinn verður endurtekinn gefur Völsungi líflínu á að komast upp í Inkasso-deildina. Ef liðið vinnur endurtekinn leik sinn við Huginn fer liðið upp í 40 stig, tveimur stigum frá Gróttu og Aftureldingu sem eru í tveimur efstu sætunum. Völsungur spilar við Tindastól á útivelli í lokaumferðinni, en ljóst er að Afturelding og Grótta eru í kjörstöðu.

Talað hefur verið um að Huginsmenn muni ekki mæta í leikinn en það mun bara koma í ljós í dag.

Af hverju verður leikurinn endurtekinn?
Völsungur tapaði fyrir Hugin 17. ágúst síðastliðinn. Í leiknum gaf Helgi Ólafsson, dómari leiksins, leikmanni Völsungs gula spjaldið og hélt hann að leikmaðurinn væri þegar kominn með gult og gaf því ranglega rauða spjaldið. Helgi fattaði mistökin eftir á og skráði spjaldið ekki í skýrslu.

Völsungur kærði framkvæmd leiksins og komst áfrýjunardómstóll að þeirri niðurstöðu að leikurinn yrði spilaður aftur.

Völsungur gaf frá sér tvær yfirlýsingar eftir leikinn. Til að lesa þá fyrri smelltu hér, til að lesa þá seinni smelltu hér. Í seinni yfirlýsingunni segist Völsungur hafa fengið hótanir frá KSÍ.

Smelltu hér til að lesa yfirlýsingu frá KSÍ varðandi málið.

Sjá einnig:
Yfirlýsing Hugins - Hafnar niðurstöðu áfrýjunardómstóls

miðvikudagur 19. september

Pepsi-deild karla
18:00 Stjarnan-KA (Samsung völlurinn - Stöð 2 Sport 4)
19:15 Fylkir-Breiðablik (Floridana völlurinn)

2. deild karla
16:30 Huginn-Völsungur (Fellavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner