Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 23:00
Arnar Helgi Magnússon
Jón Daði maður leiksins þrátt fyrir að hafa ekki byrjað
Mynd: Getty Images
Jón Daði Böðvarsson var ekki í byrjunarliði Reading sem mæti Norwich í Championship deildinni í kvöld.

Norwich komst yfir snemma leiks eftir mark frá Teemu Pukki. Jón Daða var skipt inná á 69. mínútu leiksins fyrir Liam Kelly.

Jón Daði þurfti ekki nema þrjár mínútur til þess að koma sér á blað og jafnaði því leikinn fyrir Reading. Gleðin stóð stutt yfir en Norwich komst yfir mínútu síðar, 1-2. Það urðu lokatölur leiksins.

Reading farið afar illa af stað í deildinni og sitja í fallsæti eftir fimm umferðir. Stuðningsmenn Reading eru hrifnir af Jóni Daða og munu eflaust kalla eftir því að hann verði í byrjunarliðinu í næstu leikjum.

Þrátt fyrir að hafa komið inná sem varamaður seint í leiknum var Jón Daði valinn maður leiksins af Reading Chronicle og var honum hrósað fyrir sína innkomu.

„Náði strax að setja mark sitt á leikinn með alvöru framherjamarki. Sýndi okkur þarna afhverju hann er okkar markahæsti maður. Lætur Paul Clement (þjálfari Reading) fá hausverk ef hann ætlar bara að spila með einn framherja gegn Hull á laugardaginn," segir um Jón Daða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner