Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 19. september 2018 18:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Ajax fór illa með AEK - Jafnt í Úkraínu
Tagliafico skoraði tvö fyrir Ajax.
Tagliafico skoraði tvö fyrir Ajax.
Mynd: Getty Images
Ajax byrjar vel í Meistaradeildinni. Ajax, sem lenti í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð fékk AEK frá Aþenu í heimsókn til Amsterdam í dag.

Staðan var markalaus í hálfleik en eftir nokkrar sekúndur í seinni hálfleik skoraði Nicolas Tagliafico, bakvörður argentíska landsliðsins, fyrir Ajax. Donny van de Beek bætti við öðru marki Ajax á 77. mínútu og í uppbótartíma skoraði Tagliafico aftur.

Ajax að byrja vel en hin liðin í þessum riðli eru Bayern og Benfica. Þau lið mætast klukkan 19:00 en alls sex leikir eru að hefjast á þeim tíma í Meistaradeildinni.

Í hinum leiknum sem hófst klukkan 16:55 gerðu Shakhtar Donetsk og Hoffenheim jafntefli. Hoffenheim komst tvisvar yfir í Úkraínu en Shakhtar jafnaði tvisvar.

Sá leikur var í F-riðli en hin liðin í þeim riðli eru Manchester City og Lyon frá Frakklandi.

E-riðill
Ajax 3 - 0 AEK Aþena
1-0 Nicolas Tagliafico ('46 )
2-0 Donny van de Beek ('77 )
3-0 Nicolas Tagliafico ('90 )

F-riðill
Shakhtar D 2 - 2 Hoffenheim
0-1 Florian Grillitsch ('6 )
1-1 Ismaily ('27 )
1-2 Havard Nordtveit ('38 )
2-2 Maycon ('81 )

Leikir kvöldsins:
E-riðill
19:00 Benfica - Bayern München

F-riðill
19:00 Manchester City - Lyon (Stöð 2 Sport 3)

G-riðill
19:00 Real Madrid - Roma (Stöð 2 Sport 5)
19:00 Viktoria Plzen - CSKA Moskva

H-riðill
19:00 Young Boys - Manchester United (Stöð 2 Sport)
19:00 Valencia - Juventus (Stöð 2 Sport 6)

Sjá einnig:
Byrjunarlið í Meistaradeildinni: Dalot, Rashford og Martial
Athugasemdir
banner
banner
banner