Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 20:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: United vann í Sviss - Man City tapaði
Pogba og Martial skoruðu mörk Man Utd. Pogba skoraði tvö og lagði upp eitt.
Pogba og Martial skoruðu mörk Man Utd. Pogba skoraði tvö og lagði upp eitt.
Mynd: Getty Images
City tapaði á heimavelli.
City tapaði á heimavelli.
Mynd: Getty Images
Ronaldo fékk rautt. Það kom hins vegar ekki að sök. Juventus sigraði.
Ronaldo fékk rautt. Það kom hins vegar ekki að sök. Juventus sigraði.
Mynd: Getty Images
Manchester United byrjar vel í Meistaradeildinni þetta árið. Þeir fóru til Sviss, á gerivigrasið - heimavöll Young Boys, og sóttu sigurinn sem þeir ætluðu sér að ná í.

United byrjaði leikinn ekki vel og var Young Boys mikið líklegri aðilinn. Það var ekki fyrr en Paul Pogba fór að sýna snilli sína að United fór að vinna sig inn í leikinn. Pogba, sem var fyrirliði United í kvöld, kom liðinu yfir með frábæru marki 35. mínútu.

Pogba var aftur á ferðinni áður en fyrri hálfleikur kláraðist. Hann skoraði þá úr vítaspyrnu eftir að boltinn hafði farið í hendi svissneska landsliðsmannsins, Kevin Mbabu. Pogba klúðraði síðustu vítaspyrnu sem hann tók en hann skoraði úr þessari. Tilhlaupið var alveg eins og hann hefur tekið áður.

Anthony Martial bætti við þriðja markinu í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Pogba. Franski miðjumaðurinn stjarnan kvöldsins á gervigrasinu í Sviss.


Öruggur 3-0 sigur hjá Manchester United í kvöld. Flott úrslit hjá lærisveinum Mourinho eftir erfiða byrjun.

Man City tapaði á heimavelli
Á meðan Manchester United vann 3-0 í Sviss þá töpuðu nágrannarnir og Englandsmeistarnir í Manchester City á heimavelli gegn Lyon. Franska liðið komst yfir á 26. mínútu eftir skelfileg mistök Fabian Delph, sem lék í vinstri bakverði.

Nabil Fekir, sem var sterklega orðaður við Liverpool í sumar, bætti við marki fyrir hálfleik og staðan Lyon mjög góð. Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City um miðjan seinni hálfleik en lengra komst City-liðið ekki.

Óvænt úrslit í Manchester-borg. Í sama riðli gerðu Shakhtar Donetsk og Hoffenheim 2-2 jafntefli.

Rauða spjald Ronaldo kom ekki að sök
Cristiano Ronaldo fékk rautt spjald þegar Juventus sigraði Valencia á útivelli.

Ronaldo fékk að líta rauða spjaldið á 29. mínútu eftir viðskipti sín við Jeison Murillo, varnarmann Valencia. Ronaldo sparkaði í Murillo sem féll til jarðar. Ronaldo brást pirraður við og klappaði Murillo á höfuðið. Portúgalinn fékk fyrir það að líta beint rautt spjald. Felix Brych og félagar hans í dómarateyminu sáu sér ekki annað fært en að reka Ronaldo af velli. Umdeilt.

Smelltu hér til að sjá atvikið - Smelltu hér til að sjá nærmynd af atvikinu.

Þrátt fyrir þetta vann Juventus leikinn 2-0. Miralem Pjanic skoraði bæði mörkin úr vítaspyrnu.

Juventus og Valencia eru í riðli með Man Utd og Young Boys. Ef Ronaldo fer í meira en eins leiks bann þá mun hann missa af leik eða leikjum gegn sínum gömlu félögum í United.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins í Meistaradeildinni. Arnór Sigurðsson kom inn á sem varamaður í jafntefli CSKA Moskvu gegn Viktoria Plzen. CSKA jafnaði úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Real Madrid vann án Ronaldo og Bayern München vann sinn leik.

Úrslit kvöldsins:

E-riðill:

Ajax 3 - 0 AEK
1-0 Nicolas Tagliafico ('46 )
2-0 Donny van de Beek ('77 )
3-0 Nicolas Tagliafico ('90 )

Benfica 0 - 2 Bayern
0-1 Robert Lewandowski ('10 )
0-2 Renato Sanches ('54 )

F-riðill:

Real Madrid 3 - 0 Roma
1-0 Isco ('45 )
2-0 Gareth Bale ('58 )
3-0 Mariano Diaz ('90 )

Plzen 2 - 2 CSKA
1-0 Michal Krmencik ('29 )
2-0 Michal Krmencik ('41 )
2-1 Fedor Chalov ('49 )
2-2 Nikola Vlasic ('90 , víti)

G-riðill:

Young Boys 0 - 3 Manchester Utd
0-1 Paul Pogba ('35 )
0-2 Paul Pogba ('44 , víti)
0-3 Anthony Martial ('66 )

Valencia 0 - 2 Juventus
0-1 Miralem Pjanic ('46 , víti)
0-2 Miralem Pjanic ('51 , víti)
Rautt spjald: Cristiano Ronaldo, Juventus ('30)

H-riðill:

Shakhtar D 2 - 2 Hoffenheim
0-1 Florian Grillitsch ('6 )
1-1 Ismaily ('27 )
1-2 Havard Nordtveit ('38 )
2-2 Maycon ('81 )

Manchester City 1 - 2 Lyon
0-1 Maxwel Cornet ('26 )
0-2 Nabil Fekir ('43 )
1-2 Bernardo Silva ('67 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner