Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Memphis um Manchester: Borgin er enn rauð
Mynd: Getty Images
Manchester City og Lyon eigast við í Meistaradeildinni í kvöld. Í röðum Lyon er einn fyrrum leikmaður Manchester United, Hollendingurinn Memphis Depay.

Miklar vonir voru bundnar við Memphis þegar hann kom til United frá PSV en hann stóðst ekki væntingar. Jose Mourinho seldi hann til Lyon í janúar 2017.

Memphis hefur verið að finna sig nokkuð vel með Lyon en hann er spenntur að koma aftur til Manchester og vonast til að gera sínum gömlu félögum greiða í kvöld, með því að ná sigri gegn nágrönnunum.

„Það er eitthvað sérstakt við að koma aftur til Manchester," sagði Memphis við blaðamenn.

„Borgin er enn rauð," bætti Hollendingurinn við til að stríða stuðningsmönnum Man City aðeins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner