Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
Segir íslenska liðið betra en það ísraelska - Þakkar Mikael fyrir sitt framlag
Alfreð um ummæli Hareide: Kem alltaf með sama markmið í landsliðið
Númi: Það er ein helsta ástæðan fyrir því að ég fór í Bestu
Siggi Höskulds um Gylfa: Þetta mun sprengja deildina
Blikar tóku ekki þátt í kapphlaupinu um Gylfa - „Tökum honum fagnandi"
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Ein sú besta frá því í fyrra samdi í Víkinni - „Mikill meðbyr í kringum félagið"
Axel Óskar: KR langskemmtilegasti og mest spennandi kosturinn
Varð strax forvitinn um Breiðablik - „Fótboltinn hérna er sterkari"
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Birkir aftur heim í Þorpið - „Búið að vera í hausnum á manni lengi"
Á leið í fimmta tímabilið á Íslandi - „Ánægður að þeir völdu mig"
Sjáðu þrumuræðu Þorvalds Örlygssonar sem tryggði honum formannsembættið
Ingibjörg: Hafði alltaf trú
Telma: Vissi að við kæmum brjálaðar til baka
Sveindís: Lofaði að bæta upp fyrir það og fannst ég gera það
Glódís: Við sem leikmenn, þjóðin og KSÍ þurfum öll að stíga upp
„Búin að fá einhverja Twitter-kalla á sig en gerir okkur að sterkara liði"
Steini: Allt í lagi á meðan maður fær ekki slag
   mið 19. september 2018 22:14
Magnús Þór Jónsson
Ólafur Ingi: Hörmulegt frá fyrstu mínútu
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Ingi Skúlason var ekkert að mála myndina ljósrauðum litum þegar hann lýsti frammistöðu liðs síns í 0-3 tapi fyrir Blikum í kvöld.

"Þetta var hörmulegt, bara nánast frá fyrstu mínútu.  Við vorum á eftir þeim frá eiginlega fyrstu mínútu og þeir voru bara sprækari og ferskari en við allan tímann"

Lestu um leikinn: Fylkir 0 -  3 Breiðablik

Ólafur taldi það að langt hefur verið á milli leikja Fylkisliðsins hafi spilað inní.

"Ég held að þessi þriggja vikna pása hafi mögulega haft eitthvað að segja, við áttum að vera ferskari eftir að þeir voru búnir að spila 120 mínútur í bikarúrslitaleik á laugardaginn, en engar afsakanir því þeir voru miklu grimmari og ákveðnari en við í dag.

Það vantar tempó í leggina þegar þú ert í 19 daga bara í æfingum.  Við reynum auðvitað að taka einhverja innbyrðis æfingaleiki en það er bara ekkert það sama.  Mér fannst þannig bragur á okkur í dag, við vorum seinir í öllum aðgerðum og vorum bæði andlega og líkamlega á eftir þeim í dag.


Verkefni Fylkis næst er að fara í Vesturbæinn og mæta KR.  Stig þar gæti skipt lykilmáli í baráttu Fylkis fyrir áframhaldandi veru í PEPSI deild.

"Við förum í alla leiki eins og við höfum gert, bara til þess að vinna og við verðum bara að svara þessu í kvöld í næsta leik á KR-vellinum, það er bara verðugt verkefni fyrir okkur.

Nánar er rætt við Ólaf Inga í viðtalinu sem fylgir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner