Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 21:13
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi-deildin: Blikar tryggðu sér Evrópusæti
Mark og stoðsending hjá Aroni í dag.
Mark og stoðsending hjá Aroni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir 0 - 3 Breiðablik
0-1 Thomas Mikkelsen ('27 , víti)
0-2 Jonathan Kevin C. Hendrickx ('43 )
0-3 Aron Bjarnason ('57 )
Rautt spjald:Gunnleifur Vignir Gunnleifsson , Breiðablik ('90)
Lestu nánar um leikinn

Fylkir tók á móti Breiðablik á Floridana-vellinum í Árbænum í kvöld en með þeim leik lauk 20. umferð Pepsi deildarinnar.

Fyrir leik var rætt um það hvernig Blikar myndu koma undan svekkelsinu síðan um helgina þegar þeir töpuðu í úrslitaleik Mjólkurbikarsins gegn Stjörnunni.

Svo virðist sem Blikar hafi náð að hreinsa það svekkelsi en þeir léku á alls oddi í kvöld. Breiðablik komst yfir á 27. mínútu leiksins þegar Fylkir fengu dæmda á sig vítaspyrnu eftir að Ásgeir Börkur handlék boltann í teignum. Tomas Mikkelsen fór á punktinn og skoraði örugglega.

Jonathan Hendrickx tvöfaldaði forystu Blika á markamínútunni eftir góða skyndisókn.

Gestirnir úr Kópavogi gerðu síðan út um leikinn á 57. mínútu þegar Aron Bjarnason fékk þann tíma sem hann vildi inní vítateig Fylkis og skoraði með föstu skoti.

Gunnleifur Gunnleifsson fyrirliði Breiðabliks fékk rauða spjaldið undir lok leiksins þegar hann braut á Ragnari Braga, aðeins of seinn í tæklinguna.

Breiðablik gulltryggði Evrópusæti með þessum úrslitum á meðan Fylkismenn eiga enn í hættu á að falla en þeir spila við Fjölni í síðustu umferð sem gæti orðið úrslitaleikur fyrir bæði lið.
Athugasemdir
banner
banner
banner