Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 19:56
Arnar Helgi Magnússon
Pepsi-deildin: Valur í frábærri stöðu - Stjarnan missteig sig
Sölvi átti sterka innkomu í kvöld.
Sölvi átti sterka innkomu í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Stjarnan 1 - 1 KA
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson ('62 )
1-1 Sölvi Snær Guðbjargarson ('79 )
Lestu nánar um leikinn

Leik Stjörnunnar og KA lauk nú rétt nú rétt í þessu en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

KA komst yfir í leiknum en Daníel Hafsteinsson átti þá frábæra sendingu inn fyrir vörn Stjörnunnar beint á Elfar Árna sem kláraði frábærlega framhjá Haraldi í marki Stjörnunnar.

Það voru síðan ungu mennirnir hjá Stjörnunni sem teiknuðu um jöfnunarmark þeirra en Alex Þór átti þá frábæra fyrirgjöf beint á kollinn á Sölva sem gerði allt rétt og skallaði boltann í netið.

Stjörnumenn sóttu hart að marki KA síðustu mínúturnar en Sölvi Snær átti frábæra innkomu inní lið Stjörnunnar og áttu varnarmenn KA í miklum vandræðum með hann.

Það eru Valsmenn sem fagna þessum úrslitum hvað mest en þetta setur þá í ansi góða stöðu. Tveir leikir eftir og þriggja stiga forysta á toppi deildarinnar.

Bikarmeistarar Stjörnunnar mæta ÍBV í Eyjum á laugardag en Valur fer í Kaplakrika þar sem þeir mæta FH í stórleik.

Leikir sem Valur á eftir:
-Gegn FH á útivelli á sunnudag
-Gegn Keflavík á heimavelli laugardaginn 29. september

Leikir sem Stjarnan á eftir:
-Gegn ÍBV á útivelli á sunnudag
-Gegn FH á heimavelli laugardaginn 29. september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner