Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 21:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Pogba sýndi töfra í fyrsta markinu og það róaði okkur"
Dalot í leiknum. Stuðningsmenn Man Utd eru spenntir fyrir honum.
Dalot í leiknum. Stuðningsmenn Man Utd eru spenntir fyrir honum.
Mynd: Getty Images
Bakverðirnir Luke Shaw og Diogo Dalot mættu saman í viðtal eftir 3-0 sigur Manchester United á Young Boys frá Sviss í Meistaradeildinni í kvöld. Shaw og Dalot voru flottir í leiknum. Dalot, sem er 19 ára, fékk mikið hrós á samfélagsmiðlum en hann var að spila sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir United eftir að hafa verið keyptur frá Porto í sumar.

„Þetta var mjög gott. Liðið hjálpaði mér mikið í undirbúningi fyrir þennan leik. Ég er ánægður með minn fyrsta leik og sigurinn. Það er það mikilvægasta," sagði Dalot.

„Young Boys liðið er vant því að spila á þessum velli (gervigras). Við erum það ekki. Þetta var erfitt en við vissum það og vorum vel undirbúnir."

Hrósaði Pogba í hástert
Luke Shaw hrósaði Paul Pogba mikið. Pogba skoraði tvö og lagði upp eitt. Hann var fyrirliði United í leiknum.

„Fyrri hálfleikurinn var mjög erfiður. Við byrjuðum ekki vel. Völlurinn var erfiður en við náðum tökum á honum. Pogba sýndi töfra í fyrsta markinu og það róaði okkur," sagði Shaw.

„Pogba er stundum gagnrýndur en við vitum af gæðum hans. Að mínu mati er hann einn besti leikmaður heims."


Athugasemdir
banner