Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 19. september 2018 22:04
Arnar Helgi Magnússon
„Ronaldo hefði ekki fengið rautt með VAR"
Ronaldo grætur eftir að hafa verið vikið af velli í kvöld.
Ronaldo grætur eftir að hafa verið vikið af velli í kvöld.
Mynd: Getty Images
Allegri, þjálfari Juvents.
Allegri, þjálfari Juvents.
Mynd: Getty Images
Juventus byrjaði Meistaradeildina af krafti í kvöld með góðum 0-2 útisigri á Valencia. Miralem Pjanic með mörkin fyrir Ítalíumeistarana en þau komu bæði úr vítaspyrnum.

Cristiano Ronaldo var vikið af velli í fyrri hálfleik en Ronaldo sparkaði í Jeison Murillo, leikmann Valencia, sem féll um koll, Ronaldo lét hann í kjölfarið heyra það og klappaði honum á höfuðið.

Smelltu hér til að sjá atvikið

Allegri þjálfari Juventus tjáði sig um atvikið á blaðamannafundi eftir leik í kvöld.

„VAR hefði hjálpað dómaranum í sinni ákvörðun í kvöld, það er alveg klárt."

„Að spila einum færri í Meistaradeildinni útaf svona atviki er svekkandi. Við áttum í hættu á að tapa leiknum í kvöld útaf þessu og ekki nóg með það, hann er að fara að missa af næstu leikjum, sagði Allegri um atvikið."

Ronaldo gæti misst af leikjunum gegn Manchester United verði þetta tekið til nánari athugunar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner