Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Sonur Shaun Wright-Phillips æfir með aðalliði Manchester City
Shaun Wright-Phillips.
Shaun Wright-Phillips.
Mynd: Getty Images
D'Margio Wright-Phillips, sonur Shaun Wright-Phillips, æfði með aðalliði Manchester City í dag fyrir leikinn gegn Lyon í Meistaradeildinni á morgun.

Hinn 16 ára gamli D'Margio hefur skorað eitt mark og lagt upp sex í fyrstu fimm leikjum tímabilsins með U18 ára liði Manchester City. Hann spilar á kantinum eins og pabbi hans gerði á ferli sínum.

Faðir hans, Shaun Wright-Phillips, var tvítugur þegar D'Margio kom í heiminn. Shaun spilaði síðast með Phoneix í Bandaríkjunum en hann hefur nú lagt skóna á hilluna.

Shaun hóf feril sinn hjá Manchester City og spilaði í sex tímabil með aðalliðinu áður en Chelsea keypti hann. Hann kom svo aftur til City 2008 til 2011.

Ian Wright, fyrrum framherji Arsenal, er stjúpfaðir Shaun Wright-Phillips.
Athugasemdir
banner
banner
banner