Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 19. september 2018 18:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Andri Rúnar með tvennu og Helsingborg á toppinn
Mynd: Heimasíða Helsingborg
Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk þegar Helsingborg lagði IK Brage í sænsku B-deildinni í kvöld.

Andri sneri aftur í lið Helsingborg eftir að hafa ekki tekið þátt í síðasta leik vegna meiðsla. Það tók Andra ekki langan tíma að láta að sér kveða en hann skoraði á 37. mínútu.

Helsingborg komst í 2-0 í upphafi seinni hálfleiks. Brage minnkaði muninn í 2-1 en Helsingborg komst fljótlega í 3-1. Andri gerði út um leikinn fyrir sína menn á 78. mínútu, 4-1.

Flottur leikur hjá Andra en hann er kominn með 12 mörk í sænsku B-deildinni á tímabilinu og er markahæstur í deildinni. Andri var markakóngur Pepsi-deildarinnar í fyrra með 19 mörk fyrir Grindavík.

Helsingborg er komið á topp B-deildarinnar með þessum sigri.

Hér að neðan má sjá myndband af fyrra marki Andra í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner