Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
   fim 19. september 2024 22:46
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta: Ein besta markvarsla sem ég hef séð á ferlinum
Raya ver vítið
Raya ver vítið
Mynd: EPA

Arsenal fór til Ítalíu og gerði markalaust jafntefli gegn Atalanta í Meistaradeildinni í kvöld.


Mikel Arteta, stjóri Arsenal, segir að það sé margt sem liðið þurfi að bæta eftir frammistöðuna í kvöld.

„Eins og við bjuggumst við var þetta erfiður leikur. Ekki sá skemmtilegasti til að horfa á, við byrjuðum mjög mjög vel en gáfum boltann of mikið frá okkur og náðum ekki takti. Það er mikið sem við þurfum að bæta."

David Raya, markvörður enska liðsins, bjargaði stigi fyrir liðið þegar hann varði vítaspyrnu frá Mateo Retegui og varði aftur frá honum strax í kjölfarið.

„Þetta var sennilega ein besta markvarsla sem ég hef séð á mínum ferli. Hann var stórkostlegur," sagði Arteta um Raya.


Athugasemdir
banner
banner