Fyrstu umferð í deildakeppni Meistaradeildarinnar lýkur í kvöld en sex leikir eru á dagskrá.
Tveir leikir eru klukkan 16:45. Rauða Stjarnan fær Benfica í heimsókn og Feyenoord fær þýsku meistarana í Leverkusen í heimsókn.
Leverkusen tapaði í úrslitum Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili gegn Atalanta sem fær Arsenal í heimsókn. Atalanta hefur farið hægt af stað á Ítalíu en liðið er með sex stig eftir fjórar umferðir en Arsenal er með 10 stig. Það er hins vegar blóðtaka fyrir enska liðið að vera án fyrirliðans Martin Ödegaard sem er fjarverandi vegna meiðsla næstu vikurnar.
Atletico Madrid fær RB Leipzig í heimsókn og þá fer Barcelona og heimsækir Mónakó.
Meistaradeildin
16:45 Rauða stjarnan - Benfica
16:45 Feyenoord - Leverkusen
19:00 Atalanta - Arsenal
19:00 Atletico Madrid - RB Leipzig
19:00 Brest - Sturm
19:00 Mónakó - Barcelona