Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 19. október 2018 12:30
Elvar Geir Magnússon
Mourinho fær lengri frest til að svara fyrir ákæruna umtöluðu
Mourinho fær lengri frest.
Mourinho fær lengri frest.
Mynd: Getty Images
Enska knattspyrnusambandið hefur gefið Jose Mourinho lengri frest til að svara fyrir ákæruna vegna orða sem hann sagði eftir sigurleikinn gegn Newcastle.

Mourinho átti að fá tíma til að svara fram á kvöld en fær nú frest fram á miðvikudagskvöld.

Ákæran hefur skapað talsverða umræðu en enska knattspyrnusambandið er talið hafa grafið of langt með því að fá varalesara til að komast að því hvað Mourinho sagði fyrir framan sjónvarpsmyndavél.

Frestunin gerir það að verkum að staðfest er að Mourinho verði á hliðarlínunni á morgun þegar United mætir Chelsea.

Mirror segir að Mourinho hafi sagt: 'fodas filhos de puta' sem blaðið þýðir sem 'fuck off sons of bitches'.

Agadómstóll mun dæma um hvort Mourinho fái refsingu fyrir ummælin. Síðustu ár hefur Mourinho fengið góðan fjölda af ákærum frá enska sambandinu og það eykur líkurnar á að hann fái refsingu að þessu sinni.

Spjót hafa beinst að Mourinho en Manchester United hefur alls ekki staðið undir væntingum í upphafi tímabils.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
3 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner