fös 19. október 2018 23:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Santo: Rui Patricio sýnir mikinn þroska í aðdraganda félagsskipta
Patricio var einn af átta leikmönnum sem yfirgáfu Sporting í kjölfar árásar á leikmenn.
Patricio var einn af átta leikmönnum sem yfirgáfu Sporting í kjölfar árásar á leikmenn.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnustjóri Wolves, Nuno Santo hefur hrósað markverði félagsins fyrir einbeitingu sem hann sýnir í aðdraganda 15 milljón punda félagsskipta Rui Patricio til félagsins.

Markvörðurinn hefur verið fastur í vitleysunni sem er búið að vera í gangi hjá Sporting í Portúgal ásamt átta öðrum leikmönnum. Meðal annars var ráðist á leikmenn Sporting á æfingasvæðinu og í kjölfarið flúðu margir leikmenn félagið.

Sporting sakaði Patricio um brot á samningi sínum og kvartaði yfir leikmanninum til FIFA eftir að leikmaðurinn flúði frá félaginu. Patricio gekk til liðs við Wolves á fjögurra ára samningi en félögin hafa ekki enn komist að endanlegri niðurstöðu um kaupverðið. Sporting vildi upphaflega fá 50 milljónir punda fyrir leikmanninn en 15 milljónir virðist vera lokaverðið.

„Hann er mjög þroskaður leikmaður, með mikla hæfileika og fyrir utan það kann hann að höndla hlutina. Hann getur aðskilið hlutina, þegar þú keppir og allt sem skiptir máli fyrir utan það, verður þú að fjarlægjast og ég held að hann geti gert það,” sagði Nuno.

„Hann er að vinna vinnuna sína, hann er markvörður og verður að koma í veg fyrir að boltinn fari í netið. Hann er að vinna vinnu og er að gera það vel.”

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner