fös 19. október 2018 19:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Sarri hefur engan áhuga á ummælum föður Christensen
Sarri hefur trú á Christensen og hans hæfileikum.
Sarri hefur trú á Christensen og hans hæfileikum.
Mynd: Getty Images
Framtíð Andreas Christensen, leikmanns Chelsea er óljós en leikmaðurinn hefur fengið fáar mínútur á leiktíðinni, Maurizio Sarri segir leikmanninn þó ennþá vera í framtíðarplönum félagsins.

Þá hefur Sarri nákvæmlega engan áhuga á þeim hótunum sem hafa borist frá föður leikmannsins en hann fullyrti að sonur sinn gæti beðið um að yfirgefa Chelsea í næsta félagsskiptaglugga.

Christensen sagði fyrr í mánuðinum að hann gæti hugsað sér til hreyfings ef honum tekst ekki að komast aftur í byrjunarliðið á næstunni. Leikmaðurinn hefur verið í vandræðum með að vera fyrstu á blað á tímabilinu þar sem Sarri hefur valið þá Antonio Rudiger og David Luiz framyfir þennan danska landsliðsmann. Faðir Christensen fór mikinn í fjölmiðlum nýlega og sagði hann gæti yfirgefið félagið, eitthvað sem Sarri hefur engan áhuga á að heyra.

„Ég hef engan áhuga á ummælum föður Christensen. Hvað get ég sagt? Ég tel að í upphafi tímabils hafa David og Antonio verið að spila vel, það er ekki erfitt að breyta því. Af síðustu sex leikjum okkar hefur Christensen spilað í þremur þeirra. Ég held að faðir hans haldi að Christensen sé okkur ekki mikilvægur en hann er það klárlega,” sagði Sarri.

„Hann er mjög ungur, hann þarf að bæta sig en ég held að hann sé tæknilegur varnarmaður sem er hentugt fyrir minn leikstíl. Í framtíðinni mun hann spila mikið.”
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner