Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 19. október 2018 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Zlatan vill lítið tjá sig um framtíðina
Zlatan Ibrahimovic hefur átt frábært tímabil með LA Galaxy
Zlatan Ibrahimovic hefur átt frábært tímabil með LA Galaxy
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic, framherji Los Angeles Galaxy í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, vill ekki segja mikið um næstu skref hans á ferlinum en hann mun fara yfir það á næstu vikum.

Zlatan, sem er 37 ára gamall, er búinn að skora 21 mark í 25 leikjum í MLS-deildinni en hann kom til Galaxy frá Manchester United.

Hann gæti þó farið á lán í janúar og hafa nokkur félög sýnt honum áhuga en Inter, AC Milan og Manchester United virðast öll koma til greina.

Zlatan vildi lítið tjá sig um næstu skref á ferlinum en svo virðist sem hann sé ekki á leið aftur í ensku úrvalsdeildina.

„Ég held ég sé í þeirri aðstöðu þar sem ég þarf að hafa gott jafnvægi á vinnu og hvíld. Ég hef verið að stíga upp úr meiðslum og svo er aldurinn farinn að segja til sín og álagið sem er á æfingum," sagði Zlatan.

„Ég hef ekki pælt mikið í þessu þar sem við eigum tvo leiki eftir í deildinni og vonumst eftir því að komast í umspilið. Þannig ég hef ekkert pælt í þessu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner