Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 19. október 2021 06:00
Hafliði Breiðfjörð
Alexander Aron, Bjarki Már og Ruth Þórðar áfram með Aftureldingu
Bjarki Már Sverrisson,Guðbjörg Fanndal Torfadóttir formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, Ruth Þórðar Þórðardóttir og Alexander Aron Davorsson
Bjarki Már Sverrisson,Guðbjörg Fanndal Torfadóttir formaður knattspyrnudeildar Aftureldingar, Ruth Þórðar Þórðardóttir og Alexander Aron Davorsson
Mynd: Aðsend
Afturelding hefur náð samkomulagi við þau Alexander, Bjarka og Ruth um að stýra liðinu áfram. Alexander og Bjarki gera fjögurra ára samning á meðan Ruth framlengir út næsta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Síðan þetta þjálfarateymi tók við stjórnartaumum á liðinu um mitt sumar 2020 hefur liðið leikið 32 leiki í deild og bikar, 24 sigur leikir, sex töp og fimm jafntefli. Þá hefur liðið skorað 71 mark og fengið á sig 35 í ofangreindum leikjum.

Þau Alli, Bjarki og Ruth hafa náð að eftirtektarverður árangri með liðið en nú í sumar fór liðið upp um deild eftir 4-0 sigur í lokaumferð Lengjudeildar á uppseldum Fagverksvelli og spilar liðið því í deild þeirra bestu að ári.

„Þá hafa þau náð að búa til vel spilandi, sóknar þenkjandi lið með hápressu leikstíl. Mikil ánægja hefur verið með þeirra störf og fagnar Afturelding því að samningar hafi náðst og hlökkum við til næstu ára undir handleiðslu þessa öfluga teymis," segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir
banner