Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 19. október 2021 12:25
Elvar Geir Magnússon
Doucoure fótbrotnaði
Doucoure verður frá í einhvern tíma.
Doucoure verður frá í einhvern tíma.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Abdoulay Doucoure varð fyrir því að fótbrotna í tapinu gegn West Ham um síðustu helgi. Þetta eru verulega slæmar fréttir fyrir Everton en Doucoure hafði farið virkilega vel af stað á tímabilinu.

Þessi 27 ára leikmaður hefur skorað tvö mörk og átt fjórar stoðsendingar á tímabilinu.

Doucoure þarf að fara í aðgerð en hann missti af hluta síðasta tímabils vegna svipaðra vandamála.

Benítez er enn án miðjumannana Andre Gomes og Fabian Delph sem eru á meiðslalistanum og þá hefur Gylfi Þór Sigurðsson ekkert spilað.

Sóknarmennirnir Dominic Calvert-Lewin og Richarlison hafa lítið spilað, Richarlison gæti spilað gegn Watford á laugardag en það er lengra í Calvert-Lewin.
Athugasemdir
banner
banner
banner